miðvikudagur, 24. október 2001

Jæja, þá kveð ég Weber, seinasti tíminn var í dag hjá Svani og þá er næstur á dagskrá hann blessaður Durkheim. Hann er sá eini af þessum köllum sem við í mannfræðinni höfum eitthvað lært um áður, hann er bara eins og gamall vinur, allavega í samanburði við hina tvo harðfiskana. Í morgun var ég að lesa í bókinni góðu Marx, Durkheim, Weber og þar rakst ég á frekar forvitnilegar og skemmtilegar upplýsingar, nefnilega það að bækur sem seljast í dag eins og heitar lummur eins og Hvernig á að græða pening, Milljónaviðskipti og fleiri með álíka lélegum titlum voru einnig að meika það í denn tid. Með denn tid þá á ég við ártalið 1736 þegar Benjamin Franklin skrifaði "self-help guide" sem hann kallaði Necessary Hints to those that would be Rich en þar skrifaði hann m.a.:

Remember, time is money. He that can earn ten shillings a day by his labour and goes abroad, or sits idle, one half of the day, though he spends but sixpence during his idleness, ought not to reckon that the only expense; he has really spent, or rather thrown away, five shillings besides.
Þetta er náttúrulega algjör snilld, við erum alltaf að barma okkur og lítum til baka með björtum augu, æ það var allt svo gott í gamla daga, en mér sýnist fólk hafa verið að hugsa jafn kapítalískt og í dag. Og þetta orðtak, tími er peningar, er ekki alltaf verið að hamra á þessu? Hugsum við ekki ansi mikið út frá nákvæmlega þessu, tíminn er gulls ígildi og svo fram eftir götum? Já, það er snilld að læra mannfræði, maður dettur alltaf niður á eitthvað athyglisvert.

Engin ummæli: