mánudagur, 8. október 2001
Lengsti dagur vikunnar brátt liðinn. Kennarinn í kenningum í félagsvísindum (þessi strangistrangi) var að tala um tilgang kenninga og reyna að sýna okkur fram á það að allt sem við gerum byggist á kenningum. Til að koma þessari hugmynd inn í hausa okkar notaði hann nærtækt dæmi, þ.e. Bandaríkin og ástandið þar, og sagði að núna væru þau að fatta það að þau hefðu haft ranga kenningu í langan tíma. Ranga kenningin var sú að þau héldu að þeim stafaði mest hætta af kjarnorkuvopnum en annað kom á daginn. Hann sagði margt fleira sem ég nenni ekki að endurtaka hér en þessi kennari er þrælfínn og maður fer út tíma hjá honum með hausinn stútfullan af allskyns hugmyndum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli