þriðjudagur, 2. október 2001
Í morgun skutlaði Ásdís mér í vinnuna á Skjóna. Skjóni er gömul mazda sem Kalli afi og Ólöf amma lánuðu okkur um daginn. Síðar í morgun kom ég heim vegna ótta um það að þvottavélin væri biluð en Ásdís benti mér á að það var skrúfað fyrir vatnið þannig að við skrúfuðum frá og þvoðum þvott. Eftir vinnu skutlaði ég Ásdísi í liðveisluna. Á meðan hún var í því dæmi var ég heima að færa síðuna inn á netið í gegnum ftp þjón uppí háskóla. Þess ber að geta að það er sennilega það eina sem ég hef komið nálægt við gerð þessarar síðu. Í kvöld ákvað svo F.F.S.K.E.S. að hafa samband við okkur tvisvar. Að minnsta kosti voru það fulltrúar frá þeim, ég veit ekki hvaða störfum þeir gegna hjá þessum alræmdu samtökum en það kemur í ljós. Hvað er F.F.S.K.E.S.? Jú það er Félag Fólks Sem Kann Ekki Símanúmer. Þetta eru sauðameinlaus samtök og geta oft verið ansi skemmtileg. Hlutverk þeirra er einfalt, að standa vörð um hagsmuni þeirra sem hringja oft í vitlaust númer.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli