Þvílík helgi! Á föstudaginn var ég á fullu í ritgerðinni, sótti síðan Karitas og við fórum heim að baka. Ég tók líka við hana smá viðtal um hvaða leiki krakkar í dag fara í. Síðan komu Baldur og Kiddi sem Baldur vinnur með og fengu sér smá kökubita. Við skutluðumst síðan með Karitas heim en komum við í föndurbúð og keyptum ýmislegt sniðugt fyrir jólaföndrið.
Þar næst var það pizza chez papa en þó ekki a la papa. Þar gláptum við á sæta söngleikinn Annie og fengum lagið góða á heilann "it´s a hard work life for us..."
Næsta dag teppalögðum við ganginn okkar með teppaflísum og það kemur rosalega vel út. Síðan var farið í IKEA og gerð góð kaup. Við fórum meira segja í Náralind og þorðum í þetta skiptið að fara út fyrir Hagkaup. Ég kíkti í Zöru og varð fyrir vonbrigðum, ég bjóst við einhverju öðru býst ég við. Annars var Náralind ágæt svona í návígi.
Um kvöldið sóttum við síðan hillusamstæðu sem var enn heima hjá pabba og á undraverðan hátt tókst okkur að koma henni allri fyrir í Skjóna. Við vorum reyndar á 30 alla leiðina heim og liðið sem var á leiðinni á djammið var ekkert of ánægt :)
Í dag var síðan hádegisverður í Hveragerði með Stellu ömmu og Pétri afa. Það var mjög kósý eins og venjulega. Í kvöld var síðan sunnudagsboðið the one and only og þar fengum við eðalmáltíð eins og ætíð. Við skruppum síðan í bíó að sjá Shadow of the Vampire, ágætismynd. Þegar við komum heim gerðum við þrjá músastiga og eitt jólakort.
Þyngd og þroski: Nú er þetta síðasta skiptið sem ég birti þennan "greinaflokk" hér því nú eru strákarnir hættir á spena og því ætlum við að hætta að vigta þá á hverjum degi eins og við höfum gert hingað til. Nú er bara vonandi að þeir fatti að borða matinn sem er á disknum þeirra. Þeir eru algjör kríli og ég ætla að fara að setja nýjar myndir af þeim á netinu svo þið getið sjálf dæmt hvort þeir hafi ekki blásið út.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli