mánudagur, 19. nóvember 2001
Það er ljúft lífið á Læk
Í kvöld þegar ég var að elda þá var hringt í mig í gemsann. Ég rétt náði að svara og á hinum enda línunnar var einhver sem spurði hvort nokkur truflun væri af símtalinu. Ég sagði nei en hugsaði með mér að þarna væri á ferðinni einhver tímafrek skoðanakönnun eða enn frekari sölumanneskja. Ég ákvað sem betur fer að hlusta og var mér tjáð að Íslandssími hefði ákveðið að gefa mér nýtt símanúmer með 8000 króna innistæðu. Það er ekki bagalegt að fá að blaðra í símann frítt bara sisona. Meðan ég var að elda og þiggja símafé þá var Ásdís inn í stofu að sauma út. Við fórum nefnilega í Mjóddina í dag og keyptum hannyrðadót.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli