Jæja, þá er það búið og gert, jólaklippingin er komin í hús og það er ekki einu sinni komin desember. Þetta kostaði litla fyrirhöfn og engan pening af því að Baldur tók sig til og særði neðan af hárinu mínu. Hann er ekki allur þar sem hann er séður hann Baldur minn.
Loksins er ég búin að skila af mér einni fullgerðri ritgerð. Ég kláraði ritgerðina um leiki barna á Íslandi 20. aldar í gær og skilaði henni í dag ásamt því að halda smá kynningu á ritgerðinni og skýra frá helstu niðurstöðum. Það var ágætlega skemmtilegt og mikið er ég fegin að vera búin með allavega eitt stykki ritgerð.
Þá á ég bara eftir að klára þrjár ritgerðir fyrir næsta miðvikudag, hjálp. Reyndar á ég að skila lokaverkefni á mánudaginn sem á að vera tops 2000 orð þannig að það verður piece of cake, ritgerðinni fyrir kenningar í félagsvísindum má ég skila 18. des. held ég þannig að það er ekkert áhyggjumál en síðan kemur ein stór og flókin kenningaritgerð sem ég veit enn ekki hvernig ég ætla að vinna. En ég er Íslendingur og hvað segja þeir ekki alltaf? Þetta reeeeeddast!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli