Mikið er búið að snjóa mikið í dag, honum hefur hreinlega kyngt niður. Yndislegur, hvítur, þykkur snjór, ekkert er eins jólalegt. Við erum búin að viðra öll dýrin og setja þau út í snjó (nema Fríðu auðvitað) og skemmtum okkur við að reyna að ná myndum af kisu í loftinu. Baldur var nefnilega að henda henni út í snjóinn, hún er soddan prímadonna að hún fer ekki sjálfviljug út fyrir hússins dyr.
Við vorum að koma af Töfraflautunni eftir Mozart. Þetta var mín fyrsta óperuferð og því var þetta allt mjög áhugavert. Papagenó var frábær en Tamínó prins var slappur, hann er víst bariton en breytti yfir í tenor og því kom þetta mjög þvingað út. Næturdrottningin hafði greinilega sundið erlendis í mörg ár og við giskuðum réttilega á Þýskaland því essssssssin voru mjög sssssvo áberandi.
Í salnum var margt frægra manna fyrir utan okkur, t.d Flosi gamli, Móeiður Júníus og Eyþór Arnalds, Diddú og fréttakallinn frá stöð 2, Páll Magnússon. Við vorum greinilega að míngla með listaspírum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli