Ég var að koma úr leshópnum, við hittumst til að ræða um fyrirbærafræðilega mannfræði. Greinin var skrifuð af hinum virta mannfræðingi Michael Jackson, ég er ekki að grínast, hann ber í raun og sann þetta nafn. Ég man í fyrra, þegar maður var algjör nýnemi, þá var einhver að tala um að hann væri að lesa etnógrafíu Michael Jackson og það sem ég varð hneyksluð, mannfræðingur að skrifa etnógrafíu um Michael Jackson! Það reyndist þó ekki vera rétt sem betur fer, trú mín á mannfræði hefði farið veg sinn allrar veraldar hefði það verið svo.
Próflestur er sem sé hafinn og nóg er að gera þar. Mér tókst að klára þessar ritgerðir fyrir miðvikudaginn (auðvitað) og var meira að segja nokkuð ánægð með þær. Hins vegar hefur þetta tekið allan minn tíma og það er ein ástæðan fyrir því að við erum ekki búin að láta heyra boffs í okkur í viku. Þið verðið bara að afsaka þetta.
Önnur ástæða er sú að við erum að strauja tölvuna þannig að hún verði eins og ný og það tekur langan tíma, það þarf að redda forritum o.fl. Við reyndum að uppfæra heimasíðuna í gegnum fartölvuna en það var of mikið vesen, hún er ekki með FrontPage og notpadið virkar ekki sem skildi. Sem sagt: Við erum lögleg afsökuð :)
Núna eru Ólöf og Jói farin til France að kíkja á óðalið, lukkunarpamfílarnir. Það verður sem sagt ekkert matarboð næsta sunnudag og við Baldur vitum ekkert hvað við eigum af okkur að gera. Seinasta sunnudag var reyndar tvöfalt boð, fyrst kaffiboð því Jói átti afmæli og síðan vorum við eftir og fengum dýrindis máltíð. Ætli við séum ekki lukkunarpamfílarnir eftir allt saman?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli