Jæja, nú erum við nettengd aftur. Það hefur margt gerst síðan ég skrifaði síðast og ætla ég ekki að segja frá því öllu. Í gærkveldi var ég að syngja á tónleikum í Hjallakirkju ásamt restinni af Hjallakirkjukór. Það gekk mjög vel og var nú barasta gaman og ekki spillti að stórsöngvarinn Ólafur Kjartan söng með okkur.
Fyrir tónleikana var smá panikk í gangi því ég fattaði að ég hafði engin svört jakkaföt til að vera í við tónleika sem þessa, hmmmm. Þannig að ég brunaði í Hagkaup og eyddi þar tíu heilum mínútum í að finna og máta jakkaföt, skyrtu og bindi.
Þrátt fyrir stuttan fyrirvara og litla fyrirhöfn sat ég uppi með ágætis búning. Ég kann Bigga vini bestu þakkir fyrir að plata mig á kóræfingu eða ætti ég að segja kórAæfingar, hmmmmm. Þannig er að þegar pilturinn sá´arna var búinn að fá mig í einn kór sá hann að ég er frekar auðtrúa og auðplataður í kóra og fékk mig í annan kór sem þýðir bara meiri skemmtun, heheheee. Hann er nefnilega kórahóra og vill að allir vinirnir séu það líka sem er nú bara gott og blessað.
Nú ætla ég að rusla mér á æfingu ásamt áðurnefndum Bigga. Þar ætlum við að sprikla eitthvað og hegða okkur karlmannlega með þung lóð því við erum svo rosalega sterkir.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli