Kristján Rúnar átti afmæli þann 20. janúar og varð þar með 25 ára gamall. Þessi ungi eðlisfræðingur hélt upp á daginn í Santa Barbara í sól og blíðu.
Stella Soffía átti afmæli þann 25. janúar og komst þar með á þrítugsaldurinn, varð heilla 21 vetra ung. Hún hélt einnig upp á daginn í Santa Barbara í blíðskaparveðri.
Elfar pabbi átti afmæli þann 26. janúar og varð 47 ára gamall. Hélt hann upp á daginn á Íslandi, nánar tiltekið á Langjökli í félagsskap gamalla kunningja. Þar var eflaust frost og fimbulkuldi.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli