Í dag fórum við í heillangan bíltúr austur fyrir fjall. Til þessarar veigamiklu farar fengum við lánaðan nýja bílinn hans Bigga og færum við honum mestu þakkir fyrir. Við keyrðum upp að Geysi þar sem við áðum og snæddum pizzasnúða og malt. Á leiðinni heim rembdumst við síðan við að muna texta á hinum ýmsu íslensku lögum og sungum þau hástöfum.
Annars er það helst að frétta að Stella amma á afmæli í dag. Til hamingju með daginn elsku amma!
Í dag kvöddum við líka Pétur frænda en hann er aftur farinn í víking til Fjarskanistan eða Langtíburtistan eftir vikustopp hér á Íslandi. Góða ferð.
ásdís og baldur
Engin ummæli:
Skrifa ummæli