Þetta er alveg yndislegur skírdagur og í tilefni þessa góða veðurs ætlum við að skreppa í Bláa lónið og reyna að fá smá lit. Mín túlkun á skírdegi er sú að þeir sem eru skírðir fái sérstaka athygli frá hinum óskírðu og því fæ ég (hin skírða kona) vöfflur frá Baldri mínum (hinum óskýrða karli).
Síðan er aldrei að vita nema froskarnir verði búnir að jafna sig á fluginu langa og við kíkjum á þau með vöfflur. Jæja, má ekki vera að þessu blaðri, við erum með tight schedule, Bláa lónið, vöfflur, skírdagsmatur og kirkjusöngur hjá Baldri kl. 19. Gleðilegan skírdag!