Þá erum við loksins komin með eitthvað nýtt efni á síðuna okkar eftir margra mánaða bið. Nýja síðan heitir heilsuhornið og þar er enn sem komið er að finna þrjá kafla um heilsusamlegt líferni. Kaflarnir fjalla um mataræði, lyftingar og gott form. Við ætlum síðan með tíð og tíma að bæta linkum á góðar síður um lyftingar og ýmsar aðrar æfingar jafnt sem síður um næringarfræði.
Þetta verður alveg ferlega skemmtileg síða sem Baldur mun að mestu leyti smá um en ég ætla að fá að skrifa eitthvað um jóga, það er bókað. Það er enn óvíst hversu reglulega síðan verður uppfærð en ætli við tilkynnum ekki nýjar færslur jafnóðum hér á dagbókinni?