laugardagur, 20. apríl 2002

Í dag er ég búinn að gera marga frábæra hluti. Í morgun fór ég að lyfta með pabba. Við tókum aðallega létta bekkpressu, smá tvíhöfða og svo bakið. Þegar við vorum búnir að lyfta þá beið okkar glaðningur sem ég í daglegu tali kalla mömmu og hún var ekki ein á ferðinni heldur kom nesti með henni og var það vel þegið. Eftir að ég kvaddi folöldin þá kíkti ég á froskana sem voru líka að koma úr gymminu og fékk mér smá salat með þeim. Eftir að hafa verið þar á bæ fórum ég og Stella froskur til afa og ömmu á Þinghólsbraut. Ég og Stella vorum nefnilega í grasekkjufíling í dag, Ásdís mín á bókhlöðunni í heimaprófi og Kristján froskur að kenna einhverjum stærðfræði. Hjá afa og ömmu var kósí að vanda, matur ,drykkur og gott andrúmsloft. Nú verð ég samt að hætta, það er svo mikil sól og mig langar í sund.

Engin ummæli: