Við Baldur vorum að koma af doktorsvörn sem haldin var í hátíðarsal Háskóla Íslands. Þar var Hákon læknir sem vinnur með Baldri að kynna niðurstöður rannsókna sinna á astma. Við Baldur áttum mjög erfitt með að halda einbeitingunni því allt var á svo svakalega fræðilegum nótum að við náðum ekki uppí það.
Kenningin hans er víst það umtalaðasta í læknavísindunum í dag og var vinnu hans hælt í hástert af andmælendum hans. Við læddumst nú reyndar út áður en yfir lauk því okkur var farið að verkja í eyrun af öllu þessu læknamáli. Nú hef ég hins vegar sankað þessari reynslu í sarpinn minn og veit aðeins betur en áður hvernig doktorsvarnir fara fram. Það er eins gott að hafa allt slíkt á hreinu áður en maður fer að verja sína eigin eftir x mörg ár.
Ég skilaði af mér heimaprófinu áðan og er Guðs lifandi fegin að vera laus við það. Ég hef núna lokið 12 einingum á þessari önn og á aðeins eftir prófið í Þjóðernishópum sem er þann 27. apríl. Sumarið er sem sagt í aðeins 5 daga fjarlægð. Orð dagsins: Dirrindí.