föstudagur, 19. apríl 2002
Ég finn að þetta á eftir að verða langur og skrýtinn dagur á Bókhlöðunni. Enn eru 30 mínútur í að ég fái prófið afhent og ég er búin að vera að undirbúa mig eftir fremsta megni. Hins vegar er einbeitingin oft lítil því mér verður svo tíðlitið á sessunaut minn í hér í tölvuverinu. Eldri maður í gulri skyrtu og rauðum jakka. Við vitum alla vega að hann er ekki smekkvís. Þar að auki er hann að vafra um netið og er alltaf að skoða síður á hinum ýmsu tungumálum þar sem er að finna greinar eftir hann. Ég veit að þær eru eftir hann því við titil hverrar greinar er flennistór mynd af þessum gamla gaur, skælbrosandi. Ég veit ekki alveg hvað ég á að halda um gamla kalla sem klæðast eins og trúðar og borða pikarpúka frá Nóa-Síríu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli