fimmtudagur, 4. apríl 2002

Myndaalbúm Gabríels!

Ég var að fá póst frá Maríu þess efnis að Gabríel Dagur væri kominn með sitt eigið myndaalbúm á netið. Hann er nú algjört kríli, þessi litli bolti.

Ég er búin að taka nokkrar myndir af honum en alls ekki nóg og mig langar að taka miklu, miklu fleiri myndir. Ætli ég fari ekki að skella mér í heimsókn sem allra fyrst?