þriðjudagur, 21. maí 2002

Full endurgreiðsla

Málið með Landssímann fór betur en á horfðist: Við fengum munka miðana endurgreidda að fullu og það í seðlum. Þeir Landssímamenn eru kannski ekki eins miklir lúðar og manni fannst í fyrstu þegar blikur voru ekki svo skærar á lofti.

Við vorum búin að ákveða að lágmarkið væri að fá annan miðann endurgreiddan en þeir gerðu gott betur við okkur og það kom okkur á óvart. Í okkar augum var það sjálfsagt mál hver hafði réttinn sín megin og í þessu tilviki virðist Síminn hafa verið sammála og viljað gera vel við viðskiptavini sína. Slíkt er þó sorglega sjaldgæft og oftast þarf fólk að rífast og skammast til að standa á rétti sínum og fá sínu framgengt.