föstudagur, 17. maí 2002

Jæja þá eru tónleikarnir búnir og gengu þeir alveg frábærlega vel. Það kom meira að segja gagnrýnandi frá Mogganum sem vonandi skemmti sér jafn vel og ég. Ég heyrði að vísu ekkert hvernig kórinn hljómaði en eftir viðbrögðum Jóns að dæma þá var allt eins og það átti að vera enda var klappað það mikið að við þurftum að taka þrjú aukalög. Ásdís, mamma og pabbi komu á tónleikana og voru á fremsta bekk og gátu því fylgst vel með öllu saman. Eftir tónleikana þá komu mamma og pabbi í te á Digranesveginn til okkar og var skrafað þar í smá stund en ekki lengi þar sem klukkan var orðin háttatími.

Engin ummæli: