fimmtudagur, 16. maí 2002

Tónleikar

Nú er rétt tæpur klukkutími í að tónleikarnir hans Baldurs hefjist - allir að mæta. Þeir byrja á slaginu 20:30 í Hjallakirkju og kostar 1000 krónur inn eins og Baldur hefur áður greint frá.

Ég fæ reyndar frítt inn þar sem ég er maki og hef ég lúmskt gaman af því. Annað væri í raun mjög ósvífið því hverjir aðrir en makar þurfa að hlusta á gaul og aftur gaul í kórmaka daginn út og daginn inn?