Já, já, já, jahá! Nú tilheyri ég aftur hinum stórmerkilega hópi sem kallast námsmenn. Í dag fór ég nefnilega og skráði mig í Háskóla Kasakstan og ætla að nema þar kynjafræði. Heyri ég lófatak og fagnaðaróp, er múgurinn ekki að ærast af gleði?
Nei ókei... Ég skráði mig í rafmagns- og tölvuverkfræði sem kennd er í Háskóla Íslands. Ég var samt að pæla í kynjafræði í Kasakstan, þar sem það er víst mjög arðbært og hagnýtt nám, en það var eitthvað sem varð til þess að ég valdi verkfræðina frekar.