mánudagur, 20. maí 2002

Óvæntir endurfundir

Þegar við vorum að rannsaka Reykjavík með túristaaugum fórum við í gegnum Suðurgötukirkjugarð. Sem við erum að skoða legsteina og taka myndir af hinum ýmsu hlutum rek ég augun í kunnuglegt nafn og kalla til Ásdísar: Þetta nafn er í minni ætt! Hey, og þetta líka!

Við nánari athugun kom í ljós að þetta fólk, Guðfinnur og Marta, áttu afmæli 11. janúar og 12. ágúst. Það var ekki um að villast þetta voru mjög greinilega Guðfinnur afi og Marta amma. Ég vissi ekkert hvar þau væru grafin og því var þetta ákaflega skemmtileg tilviljun :)

Engin ummæli: