Í fyrradag átti Öddi stórafmæli og var okkur boðið í tilefni að því í partý á veitingastaðnum við Tjörnina. Þangað mætti stór og ákaflega vel valinn hópur fólks. Við fórum í fylgd með Stellu og Kristjáni þar sem við þurftum að velja gjöf saman. Það komu upp margar hugmyndir varðandi gjafaval en að lokum ákváðum við að drífa okkur í blómabúðina á Seltjarnarnesi þar sem við skoðuðum ýmislegt enda var búðin ákaflega flott og frumleg, fyrir utan frábæra þjónustu. Eftir að hafa skeggrætt og skoðað þá fundum við bambus sem að sögn sölumanns er lukkubambus og kýs ég að kalla hann Bent.
Nú svo mættum við bara í fjörið, átum vægast sagt snilldaröfgagóðan mat sem rennt var niður með guðaveigum undir kynngimagnaðri tónlist Puntstráanna og ríjúníoni Kamarorghesta. Vægast sagt klikkað fjör.