Á morgun er stóri dagurinn. Þá flytjum við endanlega frá Digranesveginum. Íbúðin er ansi tóm orðin, aðeins rúmið eftir inní herbergi og kommóðan góða. Og hamsturinn auðvitað. Og plöntur. Og eldhúsborð sem setja þarf í geymslu. Og síðan matur inní ísskáp. Að öðru leyti er íbúðin tóm og nú þarf bara að hefjast handa við leiðinlegasta partinn: þrifin.