fimmtudagur, 1. ágúst 2002

Flutttttt!

Í gær kláruðum við að tæma Digranesveginn yfir í Hrauntunguna. Þetta gekk allt saman mjög vel enda var unnið nánast stanslaust til þrjú um nóttina. Málið er það að við eigum miklu meira dót en okkur óraði fyrir. Flutningar gengu samt hratt og örugglega enda var stutt við bakið á okkur. Við fengum lánaða kerru hjá Kalla afa og Ólöfu ömmu, steisjon bíl hjá Elfari og svo kom Helgi vinur minn og hjálpaði til með þungu hlutina. Takk fyrir okkur. Næst á dagskrá er að taka upp úr öllum kössum og kannski henda og gefa meira dót. Þegar það er búið þarf bara að finna góðan stað fyrir hvern hlut.