Þessa dagana er ég í þvílíkum gír og geri fátt annað en að vinna, reikna og lesa. Það er nefnilega svo að ég er farinn að kvíða skólanum svolítið og best að fara að taka sig almennilegu taki.
Þegar við vorum búin með sólarskammt dagsins í Laugardalnum fór ég heim og sat sveittur við calculusinn í fjóra tíma eða þar til mér fannst ég vera kominn með hatt á hausinn. Nú er sú tilfinning horfin og ég er aftur kominn í bækurnar. Sveiattan! Til þess að hvíla sellurnar á milli þá les ég snilldarskemmtilega bók nefnilega Harry Potter, bók númer fjögur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli