mánudagur, 8. júlí 2002

Þjófur í Kína og táfýla í Hollandi!

Ég var að vafra aðeins um á netinu og ákvað að updeita sjálfa mig hvað varðar fréttir. Við erum nefnilega ekki lengur með moggann og einhverja hluta vegna fáum við ekki fréttablaðið lengur. Ég held það hafi eitthvað að gera með sumarleyfi blaðburðarfólks. Rosalega er það sniðugt, bara sleppa því að bera út blaðið á meðan sumarið stendur yfir. Alger óþarfi að hafa svona afleysingarfólk, það les hvort sem er enginn blaðið á sumrin (hæðni). Hvað um það, ég fór á mbl.is og rak þá augun í tvær ansi skondnar fréttir. Ég læt þær fljót hér með.

Elsti þjófur í Kína handtekinn
Lögregla í Peking hefur handtekið elsta þekkta þjófinn í Kína en hann er 79 ára gamall maður, sem starfar við vasaþjófnað í almenningsvögnum. Maðurinn er helmingi eldri heldur en næst elsti vasaþjófurinn, sem handtekinn hefur verið í landinu samkvæmt lögregluskýrslum, að því er segir í dagblaðinu Evening Post í Peking. Maðurinn tekur strætó númer 938 á hverjum degi „úr og í vinnu" ef svo má segja en hann rænir farþegana að staðaldri. Á fréttavef Reuters segir að gamli maðurinn hafi m.a. rænt tvítugan mann er trúði því ekki að sá gamli væri sökudólgurinn þegar lögregla sagði honum frá því.


Þessi frétt er nú bara fyndin en þessi hér er hreint út sagt lygileg!

Fékk sekt fyrir táfýlu
Hollendingur nokkur, sem fór úr skónum á háskólabókasafni í Delft, hefur verið sektaður um jafnvirði 20 þúsund króna. Að sögn hollenskra fjölmiðla virti maðurinn, sem er 39 ára gamall, ekki bann við að fara úr skóm. Að sögn blaðsins Het Financieele Dagblad töldu dómarar að táfýlan af manninum hefði verið svo megn að það hefði valdið truflun á almannafæri og því var sektin svona há.


Þeir eru ansi viðkvæmir þarna í Hollandi.