Ég hef nú ekki verið duglegur að skrifa enda allt búið að vera á fullu. Eftir að við fluttum inn í nýju íbúðina fórum við hringinn í kringum landið (ferðasagan kemur síðar) og nú er það skólinn. Mér finnst frábært að vera byrjaður í skólanum og enn sem komið er gengur allt vel. Það er rosalega mikið að gera og sem betur fer hef ég bara gaman af því. :)