þriðjudagur, 29. október 2002

Loggbloggbloggedíloggedí

Hæ, hó! Ég var að logga mig inn á netið og ákvað að láta vita af mér. Ég vil byrja á að þakka öllum fyrir sumarið og óska góðs vetrar. Það voru folöld á faraldsfæti sem hringdu í mig í fyrradag og þökkuðu fyrir sumarið og gerði ég slíkt hið sama, nú geri ég það opinberlega á netinu.

Svo langar mig að óska Söndru Dögg frænku minni til hamingju með þriggja ára afmælið sem hún átti í gær. Ég var í heimsókn hjá Pétri afa og Stellu ömmu í gær og bar á góma hvaða dagur væri en þegar ég kvaddi þau þá var Sandra Dögg líklega löngu farin að sofa enda klukkan orðin margt.

Á föstudaginn er ég að fara í æfingapróf í stærðfræðigreiningu þannig að líklega flyt ég lögheimilið í hausinn á mér um hríð...