Já, það er farið að snjóa úti, hvít, mjúk snjókorn sem falla til jarðar. Þegar ég sá það gat ég ekki annað en fengið eitt lag á heilann. Ég veit að jólin eru ekki á næsta leiti, það eru alveg tveir mánuðir enn í þau og það er bara fínt en fyrst ég fann nú textann á netinu...
Og allir saman nú:
Úti er alltaf að snjóa
því komið er að jólunum
og kólna fer í Pólunum
En sussum og sussum og róa
-ekki gráta, elskan mín
þó þig vanti vítamín.
Ávexti eigum við nóga
handa litlu krökkunum
sem kúra sig í bröggunum.
Þú færð í magann þinn mjóa
melónur og vínber fín.