föstudagur, 8. nóvember 2002

Fynd

Ég var aðeins að vafra á netinu og rakst á ósköp skemmtilega orðabók. Hér koma nokkur dæmi.

Afdala s.
Sögnin að "afdala" er komin úr mállýskum heimsnúinna vesturfara. Merkir hún að taka alla dali af manni, þ.e. ræna hann fé sínu öllu.
Engilsaxar n. kk.
Skylt kjötsöxum. Sérhæft verkfæri (hnífur eða klippur) til vængafsneiðinga. [heimild: www.eitthvad.is]
Fantasía n. kk.
Dyravörður/útkastari á veitingahúsi, eða hver sá búnaður eða sérfræðingur sem er til þess hannaður að sía burt fanta og fúlmenni.
Höfuðkúba n. sérnafn
Höfuðborg litlu vindlaeynnar Kúbu. Gengur einnig undir nafninu Havana.
Kartafla n. kvk.
Kartafla og kartöfflur eru samsett orð "Car" og "töfflur" og eru cartöfflur sérstakir inniskór eða sandalar sem notaðir eru við akstur.
Legsteinn n. kk.
Læknisfræðilegur aðskotahlutur í ætt við nýrnasteina og gallsteina.
Limlestur n. kk.
Sérkennileg tegund forlagalesturs. Þekktur meðal spákerlinga á vestfjörðum. Ekki er lesið í bolla, lófa, eða annað algengt, heldur er notast við líkamshluta sem hefur fram að þessu lítið verið notaður við þessa iðn. [heimild: www.eitthvad.is]
Maður með mönnum orðasamb.
að vera -. Lauslátur samkynhneigður karlmaður.
Tíundaður a.
Að vera tíundaður. Að ganga í sértrúarfélag og vera krafinn þar um "félagsgjöld".
Vanviti n. kk.
Maður sem sérlega þekkingu hefur á sendi-, eða léttabifreiðum ýmiskonar.
vera Önnum kafinn orðasamb.
Orðasambandið að vera Önnum kafinn lýsir karlmanni sem hreinlega veður í kvenpeningi.
Öryrki n. kk.
Hagyrðingur eða maður sá er yrkir ljóð af miklum móð (hraða).