Í gærkvöldi var stórt og veglegt matarboð í Hrauntungunni. Sem lystauka (forrétt) notuðum við matarlykt þar sem hún tekur ekkert pláss í maga, í aðalrétt var einfaldur pottréttur frá Asíu ásamt eggjum og að lokum var snæddur evrópskur eftirréttur. Svaka fínt! Það sem gerðist samt í raunveruleikanum var að við buðum Kjartani vini vorum í soðin hrísgrjón og egg og snæddum vínber í desert.