þriðjudagur, 9. september 2003

Islande deux points

Um helgina fórum við í sumarbústað. Þar lærðum við, skipulögðum hina margrómuðu rútínu og lágum smá í leti. Þetta var notaleg helgi. Það varð nú ekkert úr neinum gönguplönum enda ekki hægt að gera allt í einu.

Í gær var skóli og áðurnefnt skipulag prufukeyrt með ágætum árangri. Í gær var líka fyrsti dæmatíminn í reikningshaldi. Í morgun var það gymmið, sneru líkamsmeiðingarnar fyrst og fremst að kassa og baki. Alltaf gaman á þannig æfingum.

Jæja ekkert mas! Fyrir þá sem vita af biðlistamálum okkar þá erum við farin úr hinu þjóðlega sæti 16 og komin í númer 14! Jibbíjíha!