Í gærkvöldi heimsótti ég Pétur afa og spjölluðum við í smástund, kíktum á prentarann hans og sendum ímeil. Svo varð ég að þjóta klukkan tíu því ég hef einsett mér að vera kominn í ró klukkan hálfellefu á kvöldin.
Það gekk svona c.a. í gærkvöldi enda vaknaði ég sprækur sem lækur u.þ.b. korter til tíu mínútur í sex og var fljótlega tilbúinn í slaginn eftir lýsi og ab mjólk. Þá var skundað í gymmið þar sem við tókum rækilega á því bæði tvö og nú er ég, samkvæmt áætlun, á bókhlöðunni að læra (reyndar er Ásdís að læra en ég að blogga).