Nú er ég að fara í háttinn eftir smá rekstrarhagfræðirispu. Hvað er hagfræði? Eftirfarandi skilgreining er bráðskemmtileg og virðist enn vera í góðu gildi.
Auðfræðin [hagfræðin] tekur manninn svo sem hann nú er, hefir verið og mun verða, veikan, skeikulan, ófullkominn, en jafnframt framförulan og framfæran og vill vísa honum veg framfaranna.
Arnljótur Ólafsson lærði, Auðfræði 1880