laugardagur, 5. júní 2004

Nightswimming

Sit í rólegheitunum með múmínbollann minn fullan af bangsatei. Er þægilega slakur eftir sundferð og ís með Svenna. Dæsidæs. Það eina sem er viðeigandi eftir þetta er fullkominn nætursvefn. Eða eins og snillingarnir í REM útfærðu það í einu af sínum frábæru lögum á plötunni Automatic for the People: Nightswimming deserves a quiet night.

Engin ummæli: