mánudagur, 2. maí 2005

Afmælisdagur

Í dag á annar af eigendum heimasíðunnar hjólkoppar, nánar tiltekið Kalli afi, afmæli og óska ég honum alls hins besta í tilefni af því. Dagurinn í dag er líka silfurbrúðkaupsafmælisdagur (náði bara ekki að búa til lengra orð úr þessu án þess að bulla) mömmu og pabba og fá þau líka opinberar hamingjuóskir hér með. Einhverjir velta því fyrir sér hvort þau hafi þá verið 5 ára þegar þau giftust. Sú tilgáta er röng, þau voru bæði orðin 7 ára.

Ég var í prófi í morgun og skýrir það nú kannski efnislega uppbyggingu bloggsins. Eftir prófið fór ég í hádegismat með pabba hjá manni nokkurum sem lifandi er, þar sem við fengu þetta fína baunadal.

Engin ummæli: