föstudagur, 6. maí 2005
Eurovision rokkar!
Já ég ætla sko að horfa á söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva. Ég geri mér fyllilega ljóst að þessi játning kann að koma flatt upp á landann en þannig er mál með vexti að fulltrúar Noregs eru með slíkt gæðaglysrokkslag að ekki verður hjá því komist að horfa á þann sögulega viðburð þegar rokklag vinnur keppnina. Lagið er svo töff glys að Bon Jovi þarf að fara í felur þar sem hljómsveitin sameinar hæfileika hans í mátulegum skammti af AC/DC ásamt klæðskiptingsfílíng Kiss (þó ívið hóflegri). Já þetta er sko alvöru glys og ekkert múður! Ég hvet því alla glysrokkhneigða menn með snefil af sjálfsvirðingu að greiða Noregi atkvæði sitt og auka þannig menningargildi keppninnar. Vissulega var Húbbahúlle-lagið gott á sínum tíma en Wig Wam er málið í ár.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli