Í gær tók ég síðasta próf annarinnar og er því kominn í sumarfrí. Eftir prófið fór ég og fagnaði gullbrúðkaupi Kalla afa og Ólafar ömmu ásamt góðum hópi fólks á BSÍ. Þar hitti ég systur mína í fyrsta sinn síðan hún kom til landsins sem var mjög gaman. Í framhaldi af brúðkaupsafmælinu fórum við Stella heim og sóttum Ásdísi og var farið í sund, út að borða og í bíó á myndina Diarios de motocicleta.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli