þriðjudagur, 17. maí 2005

Grill

Í dag kom pabbi heim frá Frakklandi og í tilefni af því héldum ég, Ásdís og Stella smá grillteiti með honum. Það var mikil stemning og spjallað um margt. Ég held þó að það sé komið þögult samkomulag meðal viðstaddra að láta mig ekki sjá um grillvökvann aftur þar sem ég er svo sérstaklega örlátur að eðlisfari (hehe). Ég held að ég sé bara líka með í þessu samkomulagi, ekki láta mig sjá um grillvökvann aftur og heyriði það.

Engin ummæli: