föstudagur, 20. maí 2005

All out of luck

Forkeppni Eurovision var haldin í gær og horfðum við á hana heima hjá mömmu hennar Ásdísar. Ég þarf nú varla að kynna úrslitin en Íslendingum virðist svíða það sárt að komast ekki áfram og hafa verið á lofti alls konar misheimskulegar samsæriskenningar. Ég held að málið sé einfalt, aðeins fjórum sinnum (að mig minnir) hafa Íslendingar verið í fyrstu tíu sætunum og þá var Eurovision mun minni keppni og lagið sem við sendum núna var bara ekki eins gott og hin lögin. Kannski Ísland hafi verið all out of luck í þetta sinn og kannski þarf meira til en heppni. Mér finnst leitt að fylgjast með samsærislágmenningarumræðunni og mæli með því að fólk hætti henni strax því annars verður þjóðin þekkt fyrir sterkustu karlmennina, fallegustu konurnar og leiðinlegustu væluskjóðurnar!

Engin ummæli: