Síðustu daga hef ég verið að stússast svona ýmislegt út af Danmerkurreisunni og að sjálfsögðu að lyfta. Á sunnudaginn fórum við Ásdís í sund og Grasið í Hveragerði ásamt Stellu Soffíu og Pétri afa. Þótt ótrúlegt megi virðast þá hefur mér gengið mjög vel að aðlagast hinum erfiðu aðstæðum að vera ekki í prófum. Það var stór biti að kyngja að sætta sig við að prófin væru búin en ég þrauka þetta einn dag í einu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli