Nú erum við búin færa síðuna okkar yfir á hnotskurnin.blogspot.com. Okkur fannst kominn tími á að færa okkur af heimasvæði háskólans þar sem þeirra varnir eru svo öflugar að við gátum aldrei sett inn kommentkerfi eða myndir. Það er okkur því sönn ánægja að færa ykkur þessa tvo möguleika, nú getið þið skoðað myndir sem við birtum á síðunni og skrifað ummæli.
Nú getum við líka farið að birta færslur sem við höfum verið að skrifa undanfarinn mánuð en ekki getað birt á netinu sökum netleysis heimilis okkar. Þessar "nýju" færslur eru nokkrar og ætlum við að birta um fjórar á dag þar til við verðum komin til dagsins í dag. Því biðjum við ykkur að skrolla niður til að sjá nýju-gömlu færslurnar.
1 ummæli:
TIL HAMINGJU!
Ykkar er sárt saknað en bót í máli að fá aftur að kíkja á síðuna!
Skrifa ummæli