Síðan við fluttum til Danmerkur höfum við aldrei skoðað göturnar sem liggja fyrir aftan húsið okkar. Í kvöld réðum við þó bót á því og fórum við skötuhjúin í mikla ævintýraferð.
Þegar við höfðum gengið skamma stund segi ég við Ásdísi: Sjáðu, þarna er nuddstofa og hún er meira að segja opin... Ekki þurftum við meira en tíunda hluta úr sekúndu til að átta okkur á að sennilega væri nuddarinn ekki meðlimur í neinu stéttarfélagi nuddara og renndi rauður logandi lampi í glugga stoðum undir þá kenningu.
Áfram gengum við, ekki mjög lengi en nógu lengi til að finnast við hafa tapað áttum. Það má segja sem svo að við höfum séð ljósið í nágrenni við trúfélag múslíma í hverfinu og gengum við nú beinustu leið heim.
Heimili okkar stendur á gatnamótum Frederikssundsvej og Glasvej og höfum við aldrei gengið meira en 15 metra inn á þann síðarnefnda en hver veit nema við vogum okkur einhvern daginn.
1 ummæli:
Það minnir mig á það, mig langar að fara að kíkja á myndina Rauði lampinn...
Skrifa ummæli