laugardagur, 12. nóvember 2005

Fagnaðarfundir

Í morgun fórum við út á flugvöll og tókum á móti gesti sem ber nafnið Ingivaldur Amma. Það urðu miklir fagnaðarfundir á vellinum og drifum við okkur öll þrjú á heimili froskanna, þar sem þeir voru nýkomnir heim með litla halakörtu. Þar vorum við svo í allan dag dolfallin yfir því hvað nýja frænkan er frábær.

Engin ummæli: