Í gær droppaði Pétur afi við til þess að kíkja á höllina okkar. Hann færði okkur að gjöf bókina Oplev København - og omregn eftir Søren Olsen. Geri ég fastlega ráð fyrir að þetta verði þarft verkfæri við að kynnast borginni betur.
Eftir að hafa sýnt afa allar álmur híbýlanna stukkum við öll þrjú upp í vagn 5a og drifum okkur á Riz Raz i Store Kanikestræde. Þar var vægast sagt margt um manninn en við fengum borð og ekki hélt maður beinlínis aftur af sér, þar sem um hlaðborð var að ræða. Chilisósan þeirra er ekkert smágóð.
Þegar út var komið hafði snarkólnað og fannst okkur því við hæfi að staldra einhvers staðar og fá okkur heitt súkkulaði. Það fannst greinilega fleirum, öll kaffihús voru stútfull og enduðum við á Hovedbanegården þar sem við fengum ágætis súkkulaði og smáhita í kroppinn.
3 ummæli:
á það ekki að vera "omegn"? eða er þetta kannski einhver orðaleikur sem ég er ekki að skilja? :-)
Omegn átti það víst að vera. Þakka þér fyrir að reyna að bjarga mér með því að kalla þetta mögulegan orðaleik. Orðaleikur var þetta hins vegar ekki heldur bara einhvers konar blanda af område og omegn sem hefur mixast eitthvað í kollinum á mér.
Skrifa ummæli