Fyrir viku síðan fékk ég minn fyrsta mp3 spilara. Hann er 512 mb, spilar ýmsar gerðir fæla, nær útvarpssendingum og virkar sem usb lykill.
Baldur hjálpaði mér að setja góða tónlist yfir á spilarann og hvað haldið þið að hafi farið yfir fyrst? Tori Amos og Amadou&Mariam, ég er svo gegnsæ. Hvað sem því líður þá er miklu skemmtilegra að hjóla núna því ég get raulað með svo skemmtilegri tónlist. Það er reyndar ekki skynsamlegt að dilla sér mikið við tónlistina, verandi á hjóli og allt það.
Ég er rosalega ánægð með græjuna og er búin að bæta honum við listann minn yfir þá fimm hluti sem ég hef alltaf með mér þegar ég fer út úr húsi. Nú er sá listi reyndar orðinn sexliða, ekki satt?
3 ummæli:
Hmmm hvað fleira er á listanum? Ég ímynda mér lykla, kort, síma, mp3 spilarann... En þá vantar tvo hluti.
Já, sko hinir fimm eru lyklar og sími sem þú varst búin að nefna en einnig veski (sem geymir m.a. kort), varasalvi og tyggjó (fer þó alveg eftir því hvort ég eigi yfirhöfuð tyggjó). Varasalva á ég þó alltaf og geymi þá í ýmsustu töskum.
Þegar við Baldur vorum að byrja að búa kenndi ég honum þessa aðferð að vita hversu marga hluti maður þarf að hafa á sér þegar farið er út úr húsi og eftir það hætti hann að gleyma veskinu sínu og gemmsanum mér til ómældrar gleði. Hann hefur þó aldrei verið með varasalva og tyggjó á sínum lista.
Ekki heldur á mínum lista.
Skrifa ummæli