mánudagur, 26. desember 2005

Jólakveðja

Eg bið guð að gleðja þig
gleðinni sinni fyrir mig.
Lausnarinn góði: lífsins sól
ljómi þér blíð um þessi jól.
B. J.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ó en gaman, múmínsnáðinn er með snert af hagmælsku! En hvað þetta var falleg kveðja. Verðum í bandi!

Nafnlaus sagði...

Ég er sammála hinni stoltu móður.
Jólakveðjan er mjög falleg og vel ort af frumburðinum hennar.

baldur sagði...

Ég þakka kærlega fyrir hólið en ég á það engan veginn skilið. Málið er að ég fékk þessa kveðju á jólakorti frá vini mínum. Kortið fann hann á síðu borgarskjalasafns en ekki veit ég hvert skáldið er. Það eina sem ég veit er að viðkomandi hefur sömu upphafsstafi og ég og það fannst mér sniðugt. En fyrst ykkur fannst þetta skemmtilegt klambra ég kannski saman nýárskveðju í þessum stíl. Hver veit?

Nafnlaus sagði...

Ekki veit ég heldur hvert skáldið er... fannst þetta líka bara svona voðalega sniðugir upphafsstafir að ég varð að senda þetta. Get þó vottað um hagmælsku hins eina sanna B.J. þó það sé meira svona útí atómljóðastílinn... einhvers staðar ofan í skúffu hjá mér leynast krumpuð blöð með súrrealískum ljóðum undirrituðum af B.J. sem verða eflaust milljónavirði eftir nokkur ár...