föstudagur, 16. desember 2005

Tilkynningar

Hér koma nokkrar mikilvægar tilkynningar um það sem ég kýs að kalla hliðar (saman hliðar) heimasíður, harhar.

  1. Brandarasíðan er aftur tekin til starfa. Við hendum inn þeim bröndurum sem við rekumst á á netinu eða fáum senda í tölvupósti. Sumir eru afskaplega dónalegir og því ekki fyrir viðkvæma en aðrir eru hóflegri. Brandarasíðan er með link hér í hægri dálki en svo má líka nálgast hana hér: glens & gaman
  2. Ég er búin að uppfæra Evrópureisufærsluna okkar og er hún nú í máli og myndum. Linkur á hana er hér til hægri en einnig hér: Evrópureisan 2001
  3. Fyrir áramót er gott að hreinsa upp gamlar syndir. Við lofuðum ykkur víst á sínum tíma að skrifa um hringferðina okkar í ágúst 2002 og nú er sú færsla komin á netið í máli og myndum. Betra seint en aldrei, ekki satt? Linkur á ferðasöguna er hér til hægri en einnig hér: Hringferðin 2002
Ah, á meðan ég man, þetta er mín jólagjöf til ykkar - jólagjöfin mín í ár, ekki metin er til fjár...

Engin ummæli: