föstudagur, 13. janúar 2006

Alvöru þrettándi

Það er föstudagurinn þrettándi í dag ef þið skilduð ekki hafa gefið því gaum. Mér finnst þessi dagur vera meira ekta en þrettándinn sem alltaf ber upp á þeim sjötta - hvers konar þrettándi er það?

Ef eitthvert ykkar er meira en hjátrúarfullt á þessum degi, þ.e. ef hjátrúin jaðrar við að vera hreinn og beinn ótti við daginn - og þá einkum töluna 13 - þá getið þið glaðst yfir því að þið eruð ekki ein um þennan ótta. Þið eruð haldin því sem kallast paraskevidekatriaphobia.

Þegar þið hafið náð fullri færni við að bera orðið fram eruð þið orðin albata. Svo einfalt er það.

3 ummæli:

baldur sagði...

Ég get ekki sagt að þessi dagur hafi valdið mér þungum áhyggjum til þessa enda náði ég að segja paraskevidekatriaphobia í þriðju tilraun.

Nafnlaus sagði...

Við Bragi trúlofuðum okkur föstudaginn 13. desember árið 2002... Ekki mikil hjátrú á þessu heimili. Hinsvegar get ég ekki sagt þetta orð: parablablaphobia!!

Nafnlaus sagði...

Ásdís ég fór inná ogvodafone.is og sendi þetta fína afmælis sms á afmlinu þínu í þetta númer 6979560. Er þetta vitlaust númer og átti ég að gera eitthvað á undan því? Ohhhh...hvað ég er fúl að þú fékkst ekki kveðjuna ég var búin að leita að númerinu og fann það inní ágúst 2005 færslunni í myndinni af heimilisfanginu ykkar og símanúmerinu. En allaveganna að þó óska ég þér innilega til hamingju með daginn og hafðu það alveg rosalega gott, kossar og knús Mæja vinkona og co.